miðvikudagur, 21. desember 2016

Kornflexkökur bernsku minnar

Kornflexkökur bernsku minnar 250 grömm palmínfeiti brædd Ca 450 grömm korn flex 225 grömm flórsykur (sukrin melis) 100 grömm kakó Þurrefnum hrært saman og brædd palmínfeitin og ca 1 glas vanilludropar sett út í og hrært vel saman. Mótað í kökur eða sett í pappírsform. Kælt vel og best er að geyma kökurnar í kæli.

miðvikudagur, 7. desember 2016

Grafinn silungur

3-4 kg  silungsflök
4 msk gróft Maldon salt (má vera reykt)
1 stk laukur, fínsaxaður
1/2 msk hvítur pipar
5 msk dill
1 tsk fennel
1 msk sykur
ca 1/2 tsk svörtur pipar
Blandið öllu saman og smyrjið á flökin.
Leggið flökin saman og vefjið þétt með álpappír.
Látið liggja í ísskáp í einn sólarhring og
snúið öðru hvoru. Þurrkið kryddið af og stráið dilli yfir.
Berið fram með ristuðu brauði og sósu
Sósan
3 msk majones
dill
sætt sinnep
1 msk hunang
smá svartur pipar
Öllu hrært saman og smakkað til.